Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að efnahagsleg og félagsleg réttindi - 69 svör fundust
Niðurstöður

Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað veldur deilunni á Norður-Írlandi og hvað eru IRA og Sinn Fein? Í stuttu máli má segja að það hefur einfaldlega ekki verið krafa neinna meginaðila átakanna á Norður-Írlandi að Norður-Írland verði sjálfstætt ríki. Vissulega hafa slíkar raddir heyrst en hugmyndir í þessa veru ...

Hvað er Genfarsáttmálinn?

Inngangur Genfarsáttmálinn eða Genfarsamningarnir öðru nafni eru í raun fjórir alþjóðasamningar sem samþykktir voru árið 1949 með tveimur frekari viðbótum árið 1977. Þetta eru alþjóðleg mannúðarlög sem hafa það að markmiði að vernda þá sem ekki taka beinan þátt í ófriði fyrir afleiðingum átakanna. Er hér aðalleg...

Hvernig samrýmist stefna Íslands og ESB í málefnum norðurslóða?

Á síðustu árum hafa norðurskautsríkin átta, Bandaríkin, Danmörk (vegna Grænlands), Finnland, Kanada, Ísland, Noregur, Svíþjóð og Rússland öll mótað sér stefnu um málefni norðurslóða. Mikilvægi svæðisins á heimsvísu hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og því eru það ekki aðeins norðurskautsríkin sem hafa sýnt þv...

Fjórfrelsið

Fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms) er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, fólks, þjónustu og fjármagns og er grundvöllur innri markaðar ESB og Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Fjórfrelsið felur í sér: Frjálsa vöruflutninga, það er frjáls viðskipti með vörur á innri markaðinum. ...

Alþjóðavinnumálastofnunin

Alþjóðavinnumálastofnunin (e. International Labour Organization, ILO) var stofnuð árið 1919 á grundvelli Versalasamningsins sem batt enda á fyrri heimsstyrjöldina. Stofnuninni var komið á fót til að vinna að auknu félagslegu réttlæti og standa vörð um grundvallarréttindi launafólks um heim allan. Frá árinu 1945 he...

Hvað mundi gerast ef Ísland tæki upp evru, fyrir utan að gjaldmiðillinn breyttist?

Spurningunni um hvað mundi gerast ef Ísland tæki upp evru og gerðist aðili að Efnahags- og myntbandalaginu er ómögulegt að svara á tæmandi hátt í stuttu svari. Ætla má að upptaka evru hefði margvísleg áhrif á efnahagslífið sem jafnframt gætu haft víxlverkandi áhrif á tiltekna þætti efnahagslífsins. Endanlegt svar ...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 3. Fyrstu skrefin

Kola- og stálbandalagið (KSB) frá 1952 var hvorki stórt í sniðum né heldur var því ætlað umfangsmikið verksvið. Helstu tíðindin voru þau að fyrrverandi óvinaþjóðir hófu samstarf sem var yfirþjóðlegt; einfalt fullveldi einstakra ríkja vék á þessum vettvangi fyrir hagsmunum heildarinnar, svo sem friði, viðskiptum og...

Glata Íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB?

Í þjóðarétti er gengið út frá þeirri frumforsendu að öll sjálfstæð ríki séu fullvalda. Þau hafi þannig ótakmarkað þjóðréttarhæfi, geti orðið aðilar að hvers kyns réttindum og skyldum að þjóðarétti og þiggi ekki tilkall sitt til þeirrar stöðu frá öðrum þjóðréttaraðilum (það er öðrum ríkjum eða alþjóðastofnunum). Ge...

Njóta fátækustu ríki heims sérstakra tollfríðinda hjá Evrópusambandinu?

Í stuttu máli er svarið já, fátækustu ríki heims njóta sérstakra tollfríðinda hjá Evrópusambandinu. Allt frá árinu 1971 hefur Evrópusambandið veitt þróunarríkjum aukinn markaðsaðgang að sambandinu, meðal annars með því að veita þeim tollfríðindi við innflutning á vörum á grundvelli almenns tollaívilnanakerfis (e. ...

Er hægt að senda kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu á móðurmálinu og hvernig á að standa að kærunni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er hægt að senda kæru til mannréttindadómstóla á móðurmálinu? Hvernig á að standa að kæru? Sá mannréttindadómstóll sem hefur langmesta þýðingu fyrir okkur á Íslandi er Mannréttindadómstóll Evrópu og er svar þetta því skrifað út frá gildandi reglum hans. Mannréttindadóm...

Hvernig er byggðastefna ESB framkvæmd?

Byggðastefnu Evrópusambandsins (e. Regional Policy) er ætlað að auka jafnvægi milli svæða og efla efnahagslega og félagslega samheldni innan sambandsins (174. gr. sáttmálans um starfshætti ESB). Byggðastefnan er framkvæmd með styrkjum úr uppbyggingarsjóðum sambandsins (e. Structural Funds) sem eiga meðal annars að...

Samræmist það evrópskum lögum að veita bara finnskum stúdentum afslátt á lestarmiðum í Finnlandi en ekki stúdentum frá öðrum ESB-löndum?

Ef evrópsku stúdentarnir sem um ræðir í spurningunni búa í Finnlandi og stunda nám sitt við finnskan háskóla hafa þeir sama rétt og finnskir stúdentar til að fá afslátt á lestarmiðum í Finnlandi. Ef stúdentarnir stunda hins vegar nám sitt annars staðar en í Finnlandi og eru ekki búsettir þar, hafa þeir ekki sama r...

Af hverju er Rússland ekki í Evrópusambandinu?

Rússland er ekki aðili að Evrópusambandinu og hefur aldrei sýnt því áhuga. Óvíst er að Rússland fengi inngöngu í sambandið ef það legði inn umsókn þar sem það uppfyllir ekki Kaupmannahafnarviðmiðin, inngönguskilyrði ESB. Staða mannréttinda í Rússlandi er bágborin, þrátt fyrir að landið hafi fullgilt Mannréttindasá...

Hvert er eðli ESB-sáttmálanna?

EES-samningurinn og ESB-sáttmálarnir hafa þá sérstöðu að vera algjörlega sérstaks eðlis (lat. sui generis). Með öðrum orðum: Ekki eru til neinir sambærilegir samningar. Eðli þeirra er því erfitt að skýra með samanburði við aðra samninga eða með almennum hugtökum sem notuð eru til að lýsa milliríkjasamningum, eins ...

Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?

Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...

  • Síða nr. 1 2 3 4 5

Leita aftur: